Bregðast verður við strax

Vonskuveður gekk yfir Vestfirði á milli jóla og nýárs og …
Vonskuveður gekk yfir Vestfirði á milli jóla og nýárs og var rafmagnslaust um tíma. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Sýslumaður­inn á Ísaf­irði og Pat­reks­firði seg­ir að ástand raf­orku­mála á Vest­fjörðum er slíkt að ekki verður leng­ur við unað. Hann hef­ur af þessu mikl­ar áhyggj­ur og tel­ur að stjórn­völd verði þegar í stað að bregðast við. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Úlfari Lúðvíks­syni sem bæði er sýslumaður sem og lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum.

„Stjórn aðgerða í héraði, þegar al­manna­varna­ástand rík­ir, er í hönd­um lög­reglu­stjóra í viðkom­andi lög­reglu­um­dæmi.  Þegar verst lét um síðustu ára­mót var stutt í það að öll fjar­skipti við Vest­f­irði rofnuðu vegna raf­magns­leys­is. Við slík­ar aðstæður eru mönn­um all­ar bjarg­ir bannaðar og lífi og heilsu al­menn­ings, um­hverfi og eign­um ógnað.   Dísilraf­stöðvar sem sjá eiga íbú­um og fyr­ir­tækj­um fyr­ir vara­afli biluðu þegar á reyndi.   

Lög­reglu­stöðin á Ísaf­irði get­ur ekki treyst á vara­afl frá þess­um stöðvum. Ekki slökkvistöðin, ekki sím­stöðin. Sjúkra­hús og Vega­gerð búa við eigið vara­afl, ekki að ástæðulausu.

Ástand raf­orku­mála á Vest­fjörðum er slíkt að ekki verður leng­ur við unað. Sveit­ar­stjórn­ir, al­menn­ing­ur og þing­heim­ur hljóta að vera sam­mála um að ástandið sé ómögu­legt. Lög­reglu­stjóri hef­ur af þessu mikl­ar áhyggj­ur og tel­ur að stjórn­völd verði þegar í stað að bregðast við. 

Tryggt þarf að vera að helstu stofn­an­ir sam­fé­lags­ins njóti raf­magns og að ör­uggt vara­afl sé til staðar. Umræðan ein og sér dug­ir ekki, vanda­málið er ára­tuga gam­alt og þekkt. Ekki á að linna lát­um fyrr en bætt hef­ur verið úr. 

Rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna sem starfar sjálf­stætt og óháð stjórn­völd­um á hik­laust að taka til starfa að loknu þessu hættu­ástandi og fara yfir málið. Stjórn­völd þurfa að rétta Orku­búi Vest­fjarða hf. og Landsneti hf. hjálp­ar­hönd. Lát­um  verk­in tala,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Úlfars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka