Breytir velsæmisreglum eftir dóm

Tempt 7 Cider
Tempt 7 Cider

ÁTVR hefur í kjölfar niðurstöðu EFTA dómstólsins í máli HOB-vín ehf. gegn ÁTVR,  ákveðið að gefa öllum áfengisheildsölum sem fengið höfðu höfnun á skráningu vörutegunda færi á að skrá þær að nýju og hefja sölu.

Reglur sem ÁTVR setti um sérmerkingar samræmast ekki EES-rétti. Reglur landsins geta ekki talist heimil takmörkun að EES-rétti gagnvart einstaklingum og rekstraraðilum þar sem tilkynningarskylda samkvæmt tilskipum 2000/13 var vanrækt.

Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins en hann veitti í desember ráðgefandi álit um spurningar sem honum bárust frá Héraðsdómi Reykjavíkur um það hvort reglur landsréttar sem heimila ríkisfyrirtæki, sem hefur einkarétt til smásölu áfengis, að hafna því að taka áfenga drykki til sölu, samrýmist EES-rétti.

Málið, sem rekið er fyrir héraðsdómi, varðar tvær ákvarðanir ÁTVR. Í fyrri ákvörðuninni („synjuninni“) synjaði ÁTVR umsókn um að þrír drykkir yrðu teknir til sölu í verslunum hennar á þeim forsendum að myndmál á umbúðum bryti í bága við almennt velsæmi á Íslandi.

Vegna dómsins mun ÁTVR hefja sölu á tveimur þeim vörutegundum sem tekist var á um hjá EFTA dómstólnum, síderdrykkjum í umbúðum sem þóttu ekki uppfylla ólögmætar velsæmiskröfur ÁTVR, Tempt 7 Cider Elderflower & Blueberry og Tempt 9 Cider Strawberry Lime í 33 cl dósum, segir í tilkynningu.

Tempt 9
Tempt 9
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka