Dregur úr langtímaatvinnuleysi

Morgunblaðið/Eggert

Af þeim sem voru at­vinnu­laus­ir á fjórða árs­fjórðungi 2012 voru að jafnaði 3.400 manns bún­ir að vera at­vinnu­laus­ir í 2 mánuði eða skem­ur eða 1,9% vinnu­afls­ins. Til sam­an­b­urðar höfðu 2.900 manns verið at­vinnu­laus­ir í 2 mánuði eða skem­ur á þriðja árs­fjórðungi 2012 eða 1,7% vinnu­afls­ins. Þetta kem­ur fram í töl­um Hag­stof­unn­ar.

Þeir sem hafa verið at­vinnu­laus­ir í 12 mánuði eða leng­ur eru skil­greind­ir sem lang­tíma­at­vinnu­laus­ir. Á fjórða árs­fjórðungi 2012 höfðu um 3.500 manns verið at­vinnu­laus­ir svo lengi eða 1,4% alls vinnu­afls­ins. Þetta merk­ir að 29,3% allra at­vinnu­lausra hafa verið at­vinnu­laus­ir í ár eða meira. Á þriðja árs­fjórðungi 2012 voru þeir sem höfðu verið at­vinnu­laus­ir ár eða leng­ur um 3.300 manns sem er 1,8% vinnu­afls­ins eða 35,6% allra at­vinnu­lausra.

Á fjórða árs­fjórðungi 2012 voru að jafnaði 176.800 manns á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði og fjölgaði um 0,5% frá sama tíma ári áður eða um 800 manns. Jafn­gild­ir þetta 78,8% at­vinnuþátt­töku. Fjöldi fólks utan vinnu­markaðar var 47.600, sem er fækk­un um 1% frá fyrra ári eða um 500 manns. At­vinnuþátt­taka karla var 81,4% og kvenna 76,1%.

Á fjórða árs­fjórðungi 2011 voru alls 176.000 á vinnu­markaði eða 78,5% at­vinnuþátt­taka og utan vinnu­markaðar voru þá 48.100. At­vinnuþátt­taka karla var 82,7% og kvenna 74,3%.

Á vinnu­markaði eða til vinnu­afls­ins telj­ast bæði þeir sem eru starf­andi og at­vinnu­laus­ir. At­vinnuþátt­taka er hlut­fall starf­andi og at­vinnu­lausra (vinnu­afl) af mann­fjölda.

Á fjórða árs­fjórðungi 2012 voru að meðaltali 8.400 manns án vinnu og í at­vinnu­leit eða 4,7% vinnu­afls­ins. At­vinnu­leysi mæld­ist 5,4% hjá körl­um og 4% hjá kon­um. Fjöldi starf­andi á fjórða árs­fjórðungi 2012 var 168.400 manns eða 75% af mann­fjölda. Hlut­fall starf­andi karla var 77% og starf­andi kvenna 73,1%.

Þegar á heild­ina er litið fækkaði at­vinnu­laus­um um 2.200 frá fjórða árs­fjórðungi 2011. At­vinnu­laus­um kon­um fækkaði um 1.200 og at­vinnu­laus­um körl­um um 1.000. Starf­andi fjölgaði á þessu tíma­bili um 3.000.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert