Ekkert vantraust frá Framsókn

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við framsóknarmenn munum ekki leggja fram vantraust. Það er búin að vera eftirspurn eftir því að þessi ríkisstjórn fari frá og að það komi fram vantraust. Við viljum að vantrausti fylgi skilyrði um að þingið starfi fram að kosningum að þremur mikilvægum málum; fjárhagsstöðu heimilanna, atvinnumálum og stjórnarskránni," segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

„Það er hins vegar alveg ljóst að Björt framtíð og einhverjir þingmenn Hreyfingarinnar munu ekki styðja slíkt vantraust, hvorki á ríkisstjórnina né einstaka ráðherra. Þar af leiðandi kemur það í hlut þjóðarinnar að segja álit sitt og samþykkja vantraust sitt á ríkisstjórnina í komandi kosningum,“ segir Gunnar Bragi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert