Féll í klettum á Esjunni

mbl.is/Júlíus

Sér­hæft fjalla­björg­un­ar­fólk björg­un­ar­sveita á höfuðborg­ar­svæðinu er nú á leið á Esju að sækja slasaðan mann. Um er að ræða göngu­mann sem féll í klett­un­um fyr­ir ofan stein. Er talið að fallið sé um 60 metr­ar. Ekki er vitað nán­ar um meiðsli hans á þess­ari stundu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu er þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar á leið á slysstaðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert