Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, ætlar að taka áskorun aðstandenda heimsmeistaramótsins í eistnamatreiðslu um að taka þátt í mótinu sem fara á fram í Serbíu í lok ágúst. Keppnishaldarar skoruðu opinberlega á Jón og varð hann við því.
Á Facebooksíðu sinni, við tengil í umfjöllun um keppnina, skrifar borgarstjórinn einfaldlega: Challenge accepted! eða „Áskoruninni er tekið“.
Keppnin hefur verið haldin undanfarin tíu ár og á heimasíðu hennar segir að um sé að ræða skemmtilegan viðburð sem sífellt dragi að sér fleira fólk.
Frétt mbl.is: Skora á Gnarr í eistnamatreiðslu