Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill

Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mbl.is

Í drög­um að álykt­un sem lögð verður fyr­ir lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins sem verður hald­inn 21. - 24. fe­brú­ar seg­ir að ís­lensk króna í höft­um geti ekki verið framtíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar.

„Íslenska krón­an í höft­um get­ur ekki verið framatíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar ef stefnt er að því að Íslend­ing­ar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri sam­keppni og afla þjóðinni tekna á al­heims­markaði. Nú, fimm árum eft­ir að gjald­eyr­is­höft voru sett á „til bráðabirgða“ og eng­in trú­verðug lausn hef­ur verið sett fram um af­nám þeirra, er nauðsyn­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki for­ystu um að kannaðir verði til þraut­ar all­ir mögu­leik­ar fyr­ir Ísland í gjald­eyr­is­mál­um.

Lands­fund­ur tel­ur að Sjálf­stæðis­flokkn­um beri skylda til þess að setja af­nám gjald­eyr­is­hafta efst á for­gangslista kom­ist hann í rík­is­stjórn. Til þess að svo megi vera tel­ur lands­fund­ur rétt að haf­ist verði handa við und­ir­bún­ing um að taka í notk­un alþjóðlega mynt á Íslandi í stað ís­lensku krón­unn­ar. Alþjóðleg­ar mynt­ir sem til greina gætu komið fyr­ir Ísland eru meðal ann­ars Banda­ríkja­dal­ur, evra, Sterl­ings­pund, norsk króna og Kan­ada­doll­ar,“ seg­ir í drög­um að álykt­un um efna­hags­mál.

Í drög­un­um seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn telji eðli­legt að láta kanni sér­stak­lega þau kjör og val­kosti sem bjóðast við upp­töku Kan­ada­doll­ars og Banda­ríkja­dals. Mjög ólík­legt sé að út­gáfu­lönd þess­ara mynta setji sig upp á móti því að Íslend­ing­ar not­ist við þeirra mynt. Sér­stak­lega beri að kanna mögu­leik­ann á vilja Kan­ada­manna til sam­starfs og stuðnings við slíka gjald­miðlabreyt­ingu.

„Lands­fund­ur legg­ur áherslu á að með því að skipta út ís­lensku krón­unni gefst ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um í raun al­gjört frelsi um hvaða gjald­miðill henti best miðað við rekst­ur þeirra. Þar með væri gríðarlega kostnaðarsamri óvissu í ís­lensku viðskipta­lífi eytt.“

Í drög­um að álykt­un um ut­an­rík­is­mál seg­ir að lands­fund­ur­inn telji að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið með því að standa fyr­ir utan Evr­ópu­sam­bandið. „Áréttað er að gera skuli hlé á aðild­ar­viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið og þær ekki hafn­ar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert