Ögmundur stöðvaði samstarf við FBI

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég get staðfest að þetta gerðist í ág­úst­mánuði 2011. Þá komu hingað lög­reglu­menn frá FBI. Þeir verða að svara fyr­ir það sjálf­ir hvað þeir ætluðu að gera. Ég get staðfest það líka að þeir vildu sam­starf við embætti rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is.

Krist­inn Hrafns­son, talsmaður upp­ljóstr­un­ar­vefs­ins Wiki­leaks, greindi frá því í Kast­ljós­inu í kvöld að banda­rísk­ir al­rík­is­lög­reglu­menn hafi komið hingað til lands fyr­ir nokkr­um miss­er­um og viljað sam­starf við ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd vegna rann­sókn­ar á mál­um vefs­ins og ein­stak­ling­um hon­um tengd­um.

„Þegar ég varð þess áskynja þá var ég ekki á því að það gæti gengið þannig eft­ir,“ seg­ir Ögmund­ur. Ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi síðan komið að mál­inu en hann hafi strax til­kynnt það til þess. Málið hafi í kjöl­farið farið sína eðli­legu leið í stjórn­kerf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert