Styrkir ekki stjórnarandstöðu

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, pró­fess­or í lög­fræði er frek­ar á því að til­lög­ur stjórn­lagaráðs séu ekki til þess falln­ar að styrkja stöðu stjórn­ar­and­stöðu á þing­inu. Hún ótt­ast að ákvæði um að ráðherr­ar megi ekki sitja á þingi séu frek­ar til að styðja meiri­hluta þings­ins. Þá sé lítið spornað við samþætt­ingu fram­kvæmd­ar­valds og lög­gjaf­ar­valds í til­lög­un­um sem ein­mitt veiki stöðu stjórn­ar­and­stöðu. Þetta kom fram á umræðufundi um til­lög­ur stjórn­lagaráðs í Há­skóla Íslands í há­deg­inu.

Fimmti fund­ur­inn í fundaröð há­skól­anna um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni fór fram í há­deg­inu í Há­skóla Íslands. Til umræðu er, hlut­verk og staða Alþing­is í nýrri stjórn­ar­skrá: Lög­gjaf­ar­hlut­verk, eft­ir­lit Alþing­is með stjórn­völd­um, nýtt hlut­verk for­seta Alþing­is og sam­spil Alþing­is og kjós­enda í ákv­arðana­töku. Frum­mæl­end­ur voru fræðimenn inn­an há­skóla­sam­fé­lags­ins á sviði lög­fræði og stjórn­mála­fræði.

Ragn­hild­ur kall­ar eft­ir frek­ari rök­stuðningi fyr­ir því að bann við setu ráðherra á þingi styrki stöðu lög­gjaf­ar­valds­ins. Hún seg­ir nauðsyn­legt að ræða slík­ar til­lög­ur bet­ur. Hún sér ekki að slík­ar til­lög­ur auki á þrígrein­ingu rík­is­valds­ins eða færi stjón­ar­and­stæðing­um bjarg­ir við aðhald sitt á fram­kvæmda­vald­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert