Svonefnd vellíðunarferðaþjónusta hefur færst í vöxt hérlendis, meðal annars í Mývatnssveit, þar sem aðstæður þykja einstaklega vel til þess fallnar að veita slíka þjónustu.
„Í þessu felst í raun allt sem lætur þér líða vel; jóga, nudd, göngur, heilnæmt mataræði o.s.frv.,“ segir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Efnaðir Svisslendingar eru fjölmennir á meðal þeirra sem sækjast eftir slíkri ferðaþjónustu. Málþing verður haldið í Mývatnssveit á morgun um ferðaþjónustuna. 4