Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.

Það var gæfa Íslands að at­b­urðarrás­in varð með þeim hætti sem hún varð í Ices­a­ve-mál­inu fyr­ir til­vilj­un og í full­kom­inni óvissu. Þetta sagði Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í umræðum um störf þings­ins í morg­un.

Rifjaði Árni upp að ís­lensk stjórn­völd hefðu ákveðið í kjöl­far banka­hruns­ins að leita samn­inga í Ices­a­ve-deil­unni en því hafi alltaf verið haldið til haga að laga­leg óvissa væri í mál­inu. Viðleitni stjórn­valda til að ná samn­ing­um hafi verið for­senda end­ur­reisn­ar Íslands og haldið land­inu á floti. Ann­ars hefði verið hætta á að spár um gjaldþrot rík­is­ins rætt­ust.

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Gunn­ar Bragi Sveins­son og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, gagn­rýndu um­mæli Árna, um að at­b­urðarrás­in í Ices­a­ve-mál­in hafi verið til­vilj­un, harðlega. Vig­dís sagði að það hefði ekki verið nein til­vilj­un að Ísland hafi unnið sig­ur fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Þjóðin hefði ein­fald­lega tekið völd­in af rík­is­stjórn­inni í mál­inu og stuðlað að þeim sigri.

Gunn­ar Bragi sakaði Árna um að tala niður til þjóðar­inn­ar og þeirra þing­manna sem bar­ist hefðu gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um með um­mæl­um sín­um. Þar hefði eng­in til­vilj­un verið á ferð. Það hefði þannig ekki verið nein til­vilj­un að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hafi vísað mál­inu til þjóðar­inn­ar. Sagði hann mál­flutn­ing­inn til skamm­ar.

„Hann hlýt­ur bara að segja af sér maður­inn“

Þá rifjaði Gunn­ar upp að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hefði lagt sjálf­an sig að veði póli­tískt þegar fyrstu Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir hafi komið fram sum­arið 2009 og nú væri kom­inn tími til þess að inn­heimta það. „Hann hlýt­ur bara að segja af sér maður­inn.“ Ásmund­ur sagði Árna hafa gengið hart gegn samþing­mönn­um sín­um á sín­um tíma sem lögðust gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Jón Gunn­ars­son, tóku und­ir gagn­rýni á um­mæli Árna. Ices­a­ve-málið hefði ekki stjórn­ast af til­vilj­un­um. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði mál­flutn­ing stjórn­ar­liða um Ices­a­ve-samn­ing­inn vera betri eft­ir dóm EFTA-dóm­stóls­ins en fyr­ir hann. Hins veg­ar væri hol­ur hljóm­ur í þeim mál­flutn­ingi á meðan þeir hafi ekki beðið þá af­sök­un­ar sem þeir of­sóttu vegna máls­ins og vísaði þar til Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra.

Magnús Orri Schram og Odd­ný G. Harðardótt­ir, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tóku einnig til máls um Ices­a­ve-málið. Fögnuðu þau niður­stöðunni en lögðu áherslu á að nauðsyn­legt hafi verið að reyna að ná samn­ing­um á sín­um tíma í mál­inu.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður VG, sagðist ekki telja að fram­sókn­ar­mönn­um yrði að ósk sinni að Ices­a­ve-málið yrði að kosn­inga­máli í vor. Fólki horfði nú fram á við en ekki í bak­sýn­is­speg­il­inn. Það gerði hún í það minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert