Vantraust í farvatninu

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Eggert

Allt frá því Jón Bjarna­son neitaði að styðja fjár­lög­in skömmu fyr­ir jól hafa þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins íhugað að leggja fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­ina.

Þau tíðindi hafa síðan orðið að Jón hef­ur sagt sig úr þing­flokki VG og Ísland unnið sig­ur í Ices­a­ve-mál­inu. Telja fram­sókn­ar­menn hvort tveggja hafa aukið lík­ur á að til­laga um van­traust hljóti braut­ar­gengi. Verða næstu dag­ar því notaðir til að ræða við aðra stjórn­ar­and­stæðinga.

Mun niðurstaða þeirra viðræðna skera úr um hvort til­lag­an verður bor­in fram eða ekki.

Axli ábyrgð og segi af sér

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur stöðu stjórn­ar­inn­ar hafa veikst eft­ir dóm­inn um Ices­a­ve.

„Það er eðli­legt að fólk hugsi núna hvort rík­is­stjórn­in eigi ekki að segja af sér og fara frá og axla þannig ábyrgð á fram­göngu sinni í Ices­a­ve-mál­inu. Vit­an­lega ættu þing­menn að setja þrýst­ing á for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það sama ætti ís­lenska þjóðin að gera og krefjast af­sagn­ar þeirra, enda ætlaði þetta fólk ætlaði að demba nokk­ur hundruð millj­örðum króna yfir þjóðina sem nú er búið að dæma að eigi ekki að borga,“ seg­ir Gunn­ar Bragi.

„Nýt­ur einskis trausts“

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur „að nú væri rétt að boða strax til kosn­inga“. „Það ligg­ur fyr­ir og hef­ur legið fyr­ir lengi að þessi rík­is­stjórn nýt­ur einskis trausts,“ seg­ir Bjarni og rifjar upp van­traust­stil­lögu sem hann lagði fram á þingi 2011, en hún var felld með 32 at­kvæðum gegn 30. Lykt­ir Ices­a­ve hafi veikt stjórn­ina, enda hafi hún aldrei treyst þjóðinni til að eiga síðasta orðið í mál­inu.

Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir stöðu stjórn­ar­inn­ar hafa veikst.

„Það blas­ir við að rík­is­stjórn­in hef­ur ekki leng­ur meiri­hluta í þing­inu og þarf að reiða sig á stuðning þing­manna í öðrum flokk­um til þess að koma mál­um í gegn­um þingið. Eft­ir niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins er eðli­legt að sett sé spurn­ing­ar­merki við póli­tískra stöðu ein­stakra ráðherra.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert