Vantraust snýst um pólitískt stöðumat

Sjálfstæðismenn eru m.a. að skoða að leggja fram tillögu um …
Sjálfstæðismenn eru m.a. að skoða að leggja fram tillögu um vantraust á Steingrím J. Sigfússon. mbl.is/Golli

Sjálf­stæðis­menn eru að skoða þann mögu­leika að leggja fram til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn­ina eða ein­staka ráðherra henn­ar. Fram­sókn­ar­menn úti­loka ekki að standa að slíkri til­lögu en ef­ast um að meiri­hluti sé fyr­ir henni á Alþingi.

Eft­ir að Jón Bjarna­son sagði sig úr þing­flokki VG hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir á bak við sig 30 þing­menn en 63 þing­menn sitja á Alþingi. Til að verj­ast til­lögu um van­traust þurfa því ein­hverj­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar að ganga til liðs við rík­is­stjórn­ina.

Síðast voru greidd at­kvæði um van­traust í apríl 2011, en þá var til­lag­an felld með 30 at­kvæðum gegn 32, einn þingmaður sat hjá. Á þeim tíma sem liðinn er hafa tveir þing­menn yf­ir­gefið stjórn­ar­flokk­ana, þ.e. Jón Bjarna­son og Ró­bert Mars­hall. Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar studdu van­traust­stil­lög­una árið 2011, en Guðmund­ur Stein­gríms­son sat hjá.

Hvað gera Hreyf­ing­in og Björt framtíð?

Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar og Bjartr­ar framtíðar myndu greiða at­kvæði nú ef til­laga um van­traust kem­ur fram, en þing­menn flokk­anna hafa stund­um stutt frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar leggja mikla áherslu á að ljúka á þessu þingi af­greiðslu stjórn­ar­skrár­máls­ins, en ef samþykkt yrði til­laga um van­traust er al­veg ljóst að það mál mun ekki klár­ast. Hafa þarf í huga að það er alls ekki víst að stjórn­ar­skrár­málið klárist þó að rík­is­stjórn­in sitji út kjör­tíma­bilið.

Ein­dreg­inn stuðning­ur Hreyf­ing­ar­inn­ar við stjórn­ar­skrár­málið kann hins veg­ar að stuðla að því að stjórn­ar­flokk­arn­ir veigri sér við því að ganga til samn­inga við stjórn­ar­and­stöðuna um að ljúka end­ur­skoðun á af­mörkuðum köfl­um stjórn­ar­skrár­inn­ar og láta annað bíða næsta þings, því það gæti leitt til þess að þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar ákveði að standa að til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn­ina.

Fram­sókn­ar­menn hafa farið fram á að rík­is­stjórn­in biðjist af­sök­un­ar á fram­gangi sín­um í Ices­a­ve-mál­inu og Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist vera að bíða eft­ir svör­um við þeirri beiðni. Hann tel­ur ótíma­bært að svara því hvort lík­legt sé að van­traust­stil­laga komi fram.

Eitt af því sem þing­menn í stjórn­ar­and­stöðunni hafa rætt er að leggja fram til­lögu um van­traust á ein­staka ráðherra og einkum hef­ur verið rætt um Stein­grím J. Sig­fús­son í því sam­bandi, en hann bar lengst af ábyrgð á samn­ing­um um Ices­a­ve-málið. Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa oft­ar en einu sinni gagn­rýnt fram­göngu Stein­gríms í Ices­a­ve-mál­inu og því vakn­ar sú spurn­ing hvort þeir komi hon­um til varn­ar ef borið verði fram van­traust á hann. Til­laga um van­traust á Stein­grím myndi hins veg­ar falla ef þing­menn Bjartr­ar framtíðar leggj­ast gegn henni.

Vand­séð er að sjá hvernig rík­is­stjórn­in get­ur haldið áfram að starfa ef formaður ann­ars stjórn­ar­flokks­ins verður felld­ur úr ráðherra­stóli.

Van­traust á rík­is­stjórn þýðir ekki sjálf­krafa að efnt sé til kosn­inga í kjöl­farið því hugs­an­legt er að nýr meiri­hluti mynd­ist án kosn­inga. Alþingi get­ur hins veg­ar samþykkt álykt­un um að boðað verði til kosn­inga og for­sæt­is­ráðherra get­ur einnig rofið þing án þess að slík til­laga komi fram. Þegar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son lagði fram til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de haustið 2008 var í til­lög­unni tekið fram að boða ætti til kosn­inga fyr­ir ára­mót. Í til­lögu sem Bjarni Bene­dikts­son lagði fram í apríl 2011 var ein­göngu talað um van­traust á rík­is­stjórn­ina en ekk­ert minnst á kosn­ing­ar.

Þing­kosn­ing­ar eiga að fara fram eft­ir þrjá mánuði. Ef til­laga um van­traust yrði samþykkt á næstu dög­um yrði kosn­ing­um vænt­an­lega flýtt. Það hefði þær af­leiðing­ar að öll um­deild mál, sem rík­is­stjórn­in hef­ur von­ast til að ná fram í vet­ur, verða lögð til hliðar. Það fer síðan eft­ir póli­tísku mati stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hvort þeir hagn­ist á því að flýta kosn­ing­um. Það kann að hafa áhrif á af­stöðu flokk­anna hvort þeir telja að þeir hagn­ist á því að kjósa sem fyrst eða hvort póli­tísk staða þeirra batni við að bíða og gefa sér meiri tíma til að und­ir­búa kosn­ing­ar.

Van­traust var samþykkt 1909, 1911 og 1950

Til­laga um van­traust á ráðherra hef­ur tvisvar verið samþykkt á Alþingi, en fara þarf meira en 100 ár aft­ur í tím­ann, þegar þing­ræði var að taka á sig mynd á Alþingi. Þegar Hann­es Haf­stein missti þing­meiri­hluta árið 1908 sat hann áfram sem ráðherra þar til Alþingi samþykkti van­traust á hann 1909. Sag­an end­ur­tók sig árið 1911 þegar flokk­ur Björns Jóns­son­ar klofnaði og til­laga um van­traust á hann var lögð fram og samþykkt.

Sjald­gæft er að til­laga um van­traust sé lögð fram á ein­staka ráðherra. Árið 1953 var lögð fram til­laga um van­traust á Bjarna Bene­dikts­son mennta­málaráðherra. Hún var felld.

Það hef­ur aðeins einu sinni gerst að rík­is­stjórn hafi farið frá völd­um eft­ir að þingið hef­ur samþykkt til­lögu um van­traust. Það gerðist árið 1950 þegar minni­hluta­stjórn Ólafs Thors var felld í van­trausts­at­kvæðagreiðslu.

Það hef­ur margoft komið fyr­ir að til­lög­ur um van­traust á rík­is­stjórn hafi verið lagðar fram á Alþingi. Ef litið er til síðustu 50 ára þá komu fram til­lög­ur um van­traust árið 1961, 1963, 1966, 1967, 1968, 1973, 1974, 1976, 1983, 1984, 1988, 1990, 1994, 2008 og 2011. Þess­ar til­lög­ur eiga það sam­merkt að hafa all­ar verið felld­ar. Van­traust­stil­lag­an frá ár­inu 1974 kom þó aldrei til at­kvæða því for­sæt­is­ráðherra rauf þing stuttu eft­ir að hún kom fram, enda lá þá nokkuð ljóst fyr­ir að hún yrði samþykkt.

Til­lag­an um van­traust sem stjórn­ar­andstaðan lagði fram árið 1994 hef­ur líka vissa sér­stöðu því að í henni var lagt fram van­traust á alla ráðherra í rík­is­stjórn­inni, en ekki bara rík­is­stjórn­ina í heild sinni. Einn flutn­ings­manna til­lög­unn­ar var Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son. Davíð Odds­son for­sæt­is­ráðherra lagði fram dag­skrár­til­lögu um að til­lög­unni yrði vísað frá þar sem hún bryti í bága við starfs­hætti Alþing­is og rót­gróna þing­venju. Dag­skrár­til­lag­an var samþykkt.

Van­traust þýðir að rík­is­stjórn þarf að fara frá völd­um

Sam­kvæmt lög­um um stjórn­ar­ráð Íslands er for­sæt­is­ráðherra skylt að biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt ef til­laga um van­traust á rík­is­stjórn er samþykkt á Alþingi. Samþykki Alþingi til­lögu um van­traust á ein­stak­an ráðherra í rík­is­stjórn er for­sæt­is­ráðherra skylt að gera til­lögu til for­seta um að viðkom­andi ráðherra verði leyst­ur frá embætti.

Þess má geta að í til­lög­um stjórn­lagaráðs er gert ráð fyr­ir að leggja megi fram til­lögu um van­traust á ráðherra. Tekið er fram að í til­lögu um van­traust á for­sæt­is­ráðherra skuli fel­ast til­laga um eft­ir­mann hans.

Guðmundur Steingrímsson, sat hjá þegar greidd voru atkvæði um vantraust …
Guðmund­ur Stein­gríms­son, sat hjá þegar greidd voru at­kvæði um van­traust vorið 2011. mbl.is/Ó​mar
Jón Bjarnason hefur gengið úr þingflokki VG. Steingrímur J. Sigfússon …
Jón Bjarna­son hef­ur gengið úr þing­flokki VG. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Ögmund­ur Jónas­son geta því tæp­lega vænst þess að hann styðji þá ef greidd verða at­kvæði um til­lögu um van­traust. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Þingmenn Hreyfingarinnar leggja höfuðáherslu á stjórnarskrármálið.
Þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar leggja höfuðáherslu á stjórn­ar­skrár­málið. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka