London og Haag beri kostnaðinn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur við túlkun sína á evrópureglum um tryggingasjóði …
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur við túlkun sína á evrópureglum um tryggingasjóði innistæðueigenda. mbl.is/afp

Financial Times (FT) og Wall Street Journal (WSJ) hafa bæði fjallað um dóminn í Icesave-málinu í leiðurum.

Yfirskrift leiðara WSJ er Icesave-sagan (The Icesave Saga). Hann hefst á því að Ísland riði enn á fótunum eftir stórbrotið hrun bankakerfis landsins haustið 2008. Ríkið sé enn að miklu leyti útilokað frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum og þegnarnir þurfi að búa við þungbærar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum.

Saga Icesave-málsins er svo rakin í stórum dráttum allt til dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins á mánudag. Leiðarahöfundur WSJ segir að þegar öngþveitið ríkti haustið 2008 hafi margar ríkisstjórnir reynt að bjarga öllum í sjónmáli. Í tilviki Stóra-Bretlands og Hollands hafi innistæðueigendur Icesave-reikninga fengið allar innistæður sínar. Þetta var gert, að því er sagt var, til þess að slá á mögulegt áhlaup á banka í löndunum tveimur. „Hvort það var nægileg ástæða eða ekki, þá var það ákvörðun þeirra, ekki Reykjavíkur, og það er rétt að London og Haag beri kostnaðinn af eigin björgunaraðgerðum,“ segir í lok leiðara WSJ, sem fjallað er um í fréttaskýringu um Icesave og eftirköst þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert