40% vilja afsögn ráðherra

Steingrímur J. Sigfússson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir af hverjum tíu landsmönnum vilja að forystumenn stjórnarflokkanna segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Alls segjast 39,7 prósent þeirra sem afstöðu taka til spurningarinnar vilja að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, en 60,3 prósent vilja að þau sitji áfram. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir, að mikill munur sé á afstöðu landsmanna til málsins eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig vilji meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að Jóhanna og Steingrímur víki. Afar fáir stuðningsmenn stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar eru sama sinnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka