40% vilja afsögn ráðherra

Steingrímur J. Sigfússson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­ir af hverj­um tíu lands­mönn­um vilja að for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna segi af sér vegna niður­stöðu Ices­a­ve-máls­ins, sam­kvæmt niður­stöðu nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Frétta­blaðsins og Stöðvar 2.

Alls segj­ast 39,7 pró­sent þeirra sem af­stöðu taka til spurn­ing­ar­inn­ar vilja að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra segi af sér vegna niður­stöðu Ices­a­ve-máls­ins, en 60,3 pró­sent vilja að þau sitji áfram. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Þar seg­ir, að mik­ill mun­ur sé á af­stöðu lands­manna til máls­ins eft­ir stuðningi við stjórn­mála­flokka. Þannig vilji meiri­hluti stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks að Jó­hanna og Stein­grím­ur víki. Afar fáir stuðnings­menn stjórn­ar­flokk­anna og Bjartr­ar framtíðar eru sama sinn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka