Alls segjast 39,7 prósent þeirra sem afstöðu taka til spurningarinnar vilja að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, en 60,3 prósent vilja að þau sitji áfram. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Þar segir, að mikill munur sé á afstöðu landsmanna til málsins eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig vilji meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að Jóhanna og Steingrímur víki. Afar fáir stuðningsmenn stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar eru sama sinnis.