Ekki skemmtilegt fyrir Jóhönnu

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

„Það er vit­an­lega ekki skemmti­legt fyr­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, að fá slík­ar kann­an­ir á síðasta degi henn­ar sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem sýna lítið fylgi við henn­ar flokk og óvin­sæld­ir rík­is­stjórn­ar henn­ar og það fjór­um árum upp á dag frá því að hún tók við sem for­sæt­is­ráðherra.“

Þetta seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is um niður­stöður tveggja skoðanakann­ana sem birt­ar voru í dag. Sam­kvæmt þjóðar­púlsi Capacent er Sam­fylk­ing­in nú með 16% en könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins 12%. Sam­kvæmt því hef­ur Sam­fylk­ing­in tapað alla­vega um helm­ingi fylg­is síns frá síðustu þing­kosn­ing­um en þá fékk flokk­ur­inn um 30% fylgi.

Björt framtíð bæt­ir mjög við sig í báðum könn­un­um og mæl­ist ann­ars veg­ar með 19% og hins veg­ar 16%. Mest af því fylgi kem­ur vænt­an­lega frá Sam­fylk­ing­unni að sögn Stef­an­íu en tel­ur lík­leg­ast að það muni skila sér að ein­hverju leyti aft­ur til flokks­ins. Það fari þó eft­ir því hvort Sam­fylk­ing­unni tak­ist að ná vopn­um sín­um fram að kosn­ing­um sem sé verk­efni nýs for­manns.

„Fólk kann vel að meta Fram­sókn­ar­flokk­inn eft­ir Ices­a­ve-dóm­inn og það kann að vera að hann nái sér á strik núna þó ég telji per­sónu­lega að hann fari ekki hærra en svona 17%. En það á eft­ir að koma í ljós,“ seg­ir hún en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ir við sig fylgi í báðum könn­un­um. Einu pró­senti hjá Capacent, sem vænt­an­lega er gerð að mestu eða öllu leyti fyr­ir dóm EFTA-dóm­stóls­ins í Ices­a­ve-mál­inu, og fer í 14% en fer í 21% í könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins sem gerð var eft­ir dóm­inn.

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð tap­ar einnig fylgi líkt og Sam­fylk­ing­in og mæl­ist með 8% sam­kvæmt þjóðar­púls­in­um en 7% í könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins. Stef­an­ía seg­ist ekki eiga von á að VG fari lægra en það og að flokk­ur­inn sé kom­inn niður í kjarna­fylgi sitt. Það eigi þó eft­ir að koma í ljós hvort sam­keppni verði um það fylgi sem er mest til vinstri. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr stærsti flokk­ur lands­ins með 36% sam­kvæmt Capa­sent og 32% sam­kvæmt könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins sem er á sama róli og í fyrri könn­un­um.

„Það er ótrú­leg seigla í þessu flokka­kerfi. Þó fólk sé ekki ánægt með sína menn þá hef­ur það samt til­hneig­ingu til að kjósa þá og gefa þeim tæki­færi. En það á auðvitað ekki við um alla og þá skap­ast ein­hver tíma­bund­in tæki­færi fyr­ir ný fram­boð,“ seg­ir Stef­an­ía.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert