Enginn með fyrsta vinning

Rúm­lega þrjú þúsund Íslend­ing­ar fengu vinn­ing í fyrsta út­drætt­in­um í EuroJackpot sem fór fram í kvöld að því er seg­ir á vef Íslenskr­ar get­spár. Eng­inn fékk hins veg­ar fyrsta vinn­ing­inn að þessu sinni sem hljóðaði upp á 1.870 millj­ón­ir króna.

„Þátt­taka í þessu fyrsta út­drætti var mjög góð og greini­legt að Íslend­ing­ar fagna til­komu þessa nýja leiks. Íslensk get­spá og eign­araðilar þakka öll­um þessa frá­bæru þátt­töku og vona að leik­ur­inn eigi eft­ir að vera far­sæll. Þegar úr­slit lágu fyr­ir var ljóst að eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar en einn Dani var með 5 rétt­ar tölu auk einn­ar stjörnu­tölu og hlýt­ur hann rúm­lega 67,2 millj­ón­ir í vinn­ing.  Tveir Þjóðverj­ar voru með 5 rétt­ar töl­ur og hlýt­ur hvor um sig rúm­lega 28,7 millj­ón­ir króna í vinn­ing,“ seg­ir enn­frem­ur á vefn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert