Icesave áfall fyrir alþjóðlega bankastarfsemi

Icesave-bollinn sígildi.
Icesave-bollinn sígildi. Ómar Óskarsson

Lyktir Icesave-deilunnar eru áfall fyrir alþjóðlega bankastarfsemi, að mati Economist, eins áhrifamesta vikurits heims. Lyktir deilunnar séu áfall fyrir þá sem hafa vonast til að stjórnmálamenn geti gert bindandi samninga um hvernig deila eigi kostnaði við fjármálahrun.

Heftið sem greinin birtist í kom út í dag.

Veikir vonir um evrópskt tryggingakerfi

Segir þar m.a. um úrskurð EFTA-dómstólsins:

„Samt sem áður er úrskurðurinn enn önnur aðvörun til þeirra sem hafa vonast til að reglugerðarsmiðir geti náð bindandi samningum um hvernig þeir muni deila með sér kostnaði við bankakreppur í framtíðinni.

Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum eru þegar byrjaðir að reyna að tryggja að erlendir bankar þar starfi sem dótturfélag með aðskilda fjármögnun [þ.e. frá móðufélögum], svo þeir þurfi ekki að reiða sig á árvekni erlendra eftirlitsaðila.

Vonir um að evrópskt bankabandalag muni fela í sér gagnkvæmt innistæðutryggingakerfi eru hvað sem öðru líður veikar. Úrskurðurinn í þessari viku mun aðeins draga úr sjálfstrausti ríkja þegar viljinn til að greiða kröfur erlendra lánardrottna eru annars vegar.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert