Samið um Vaðlaheiðargöng

Frá undirskrift samninganna í menningarhúsinu Hofi á Akueryri í dag.
Frá undirskrift samninganna í menningarhúsinu Hofi á Akueryri í dag. mbl.is/Skapti

Skrifað var und­ir samn­inga um gerð Vaðlaheiðarganga síðdeg­is, í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri, þannig að loks er orðið ljóst að göng­in á milli Eyja­fjarðar og Fnjóska­dals verða að veru­leika. ÍAV og sviss­neska verk­taka­fyr­ir­tækið Matri áttu lægsta til­boðið og er áætlaður kostnaður nú um 11,5 millj­arðar króna. Stefnt er að því að taka göng­in í notk­un árið 2016.

Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kíló­metra löng með veg­skál­um beggja vegna. Göng­in munu stytta hring­veg­inn um 16 kíló­metra og áætluð um­ferð við opn­un er um 1.400 bíl­ar á sól­ar­hring.

Vinna hefst strax við und­ir­bún­ing fram­kvæmda en reiknað er með að byrjað verði að sprengja í vor Eyja­fjarðarmeg­in en á næsta ári úr Fnjóska­dal. Verklok eru áætluð árið 2016, sem fyrr seg­ir.

Gangnamunninn Eyjafjarðarmegin verður við Halllandsnes gegnt Akureyri.
Gangnamunn­inn Eyja­fjarðarmeg­in verður við Hall­lands­nes gegnt Ak­ur­eyri. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller við undirskriftina …
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vegaráðherra og Kristján L. Möller við und­ir­skrift­ina í dag. Báðir eru fyrr­ver­andi sam­gönguráðherr­ar. mbl.is/​Skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert