Talin hafa staðið sig best í baráttunni gegn Icesave

Þau hlutu heiður Heimdallar.
Þau hlutu heiður Heimdallar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Heimdallar heiðraði í gær þá sem henni þóttu hafa staðið sig best í baráttunni gegn Icesave.

Heiðraðir voru nokkrir einstaklingar og hópar, ásamt Morgunblaðinu, sem var heiðrað „vegna staðfestu blaðsins og góða og málefnalega fréttamennsku í kringum Icesave deiluna“.

Á meðfylgjandi mynd eru flestir þeirra sem heiðurinn féll í skaut, þ.e. f.v.: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, Sigríður Á. Andersen, Advice-hópnum, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Frosti Sigurjónsson, Advice-hópnum, Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sveinn Tryggvason og Jón Helgi Egilsson, Advice-hópnum, Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Ólafur Nielsen, fv. formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, og Einar Smárason, varaformaður Heimdallar.

Fjarverandi voru Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og aðstandendur InDefence, sem einnig voru heiðruð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert