Vöktunaráætlun gerð fyrir Kolgrafafjörð

Bjarni Sigurbjörnsson (t.v.), bóndi á Eiði, lýsir aðstæðum fyrir Svandísi …
Bjarni Sigurbjörnsson (t.v.), bóndi á Eiði, lýsir aðstæðum fyrir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og fylgdarliði hennar í fjörunni á Eiði. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tel­ur mjög mik­il­vægt að gera áætl­un um vökt­un ástands­ins í Kolgrafaf­irði á norðan­verðu Snæ­fell­nesi. Sem kunn­ugt er drapst mikið af síld í firðinum fyr­ir ára­mót­in og rak tölu­vert af henni á land.

Svandís fór vest­ur í Kolgrafa­fjörð í vett­vangs­ferð í gær. Hún byrjaði á að kynna sér aðstæður við bæ­inn Eiði í Kolgrafaf­irði og ræddi við ábú­end­ur. Síðan var haldið í fjör­una neðan við bæ­inn en hún er nú þakin grút­ar­kúl­um.

„Það var mjög fróðlegt að ganga þarna um með heima­mönn­um. Það er gríðarlega mik­ill grút­ur þarna í fjör­unni,“ seg­ir Svandís meðal ann­ars um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. Hún sagði heima­menn segja að grút­ur­inn hefði brotnað hraðar niður upp á síðkastið en þeir hefðu þorað að vona.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert