Enginn Eyjamaður á þingi í vor?

Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. mbl.is

Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein sem birtist á heimasíðu Eyjafrétta í dag, þar sem hann fjallar um þá staðreynd að á framboðslistum Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks sé ekki að finna neinn Eyjamann sem eigi möguleika á að ná kjöri.

Í grein Sigurðar, sem heitir „Vilja ekki Eyjamenn,“ segir hann að áður fyrr hafi allir flokkar lagt á það áherslu að Eyjamaður væri það ofarlega á framboðslista að hann ætti mögu­leika á þingsæti. Sigurður bætir við: „Það sem er merkilegt við þetta núna er að þessir flokkar hafa gjörsamlega afskrifað hugsanlegt fylgi í Eyjum. Þessir þrír flokkar hafa gefist upp og viðurkennt að Sjálfstæðisflokkurinn á allt fylgið í Vestmannaeyjum.“

Sigurður vekur síðan athygli á því að Geir Jón Þórisson, fv. lögregluþjónn, sitji í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þeir sem þekki hann viti að þar fari sterkur einstaklingur sem muni „halda vel á málum fyrir kjördæmið og landið allt.“ Segir Sigurður að Eyjamenn muni örugglega ekki láta sitt eftir liggja við að koma Geir Jóni á þing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert