22% fundarmanna greiddu atkvæði

Frá landsfundi Samfylkingar 2013.
Frá landsfundi Samfylkingar 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að 1.100 manns eigi rétt til setu á landsfundi Samfylkingarinnar greiddu einungis 246 fulltrúar atkvæði í kjöri til formanns framkvæmdastjórnarinnar. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa greitt landsfundargjald, en þetta er einungis um 22% þeirra sem þátttökurétt eiga á fundinum.

Margrét K. Sverrisdóttir fékk 156 atkvæði eða 64%. Soffía Sigurðardóttir fékk 89 atkvæði eða 36%.

31% flokksmanna greiddu atkvæði í kjöri til formanns, en það fór fram meðal allra flokksbundinna manna um allt land. Einungis þeir sem greitt hafa landsfundargjöld geta greitt atkvæði um embætti á landsfundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert