Jafnaðar- eða jafnaðarmanna?

Jóhanna Sigurðardóttir leggur til að nafn flokksins verði Samfylkingin - …
Jóhanna Sigurðardóttir leggur til að nafn flokksins verði Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Landsfundarfulltrúar Samfylkingarinnar ræða nú tillögur um lagabreytingar hjá flokknum. Meðal annars er rætt um hvort breyta eigi nafni flokksins í „Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands“ eða „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands.“

Sú fyrrnefnda var lögð fram af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og fyrrverandi formanni flokksins og Margréti S. Björnsdóttur, fráfarandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins.

Einnig er rætt um að koma á fót þriggja manna sáttanefnd innan flokksins. Þá liggur fyrir tillaga um að flokksmenn gegni sama embætti ekki lengur en fjögur ár.

Töluverðar umræður eru í gangi um tillögur til lagabreytinga og fjölmargir landsfundargestir á staðnum.

Frétt mbl.is: Deilt um Jafnaðarmannaflokk Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert