Nafni Samfylkingarinnar hefur nú verið breytt og heitir flokkurinn nú „Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands.“ Þessi tillaga var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir í Valsheimilinu að Hlíðarenda.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Margrét S. Björnsdóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, báru þessa tillögu fram.
Áður hafði verið borin upp breytingatillaga við þessa tillögu um að nafnið yrði „Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands.“ Sú tillaga var borin upp og felld með 175 atkvæðum gegn 46.