„Kyrrstaða er ekki valkostur“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

„Í efna­hags­mál­um verður fyrsta verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar að tryggja þjóðarsátt um efna­hags­leg­an stöðug­leika og fá alla sam­an í það verk­efni að af­neita efna­hags­leg­um kollsteyp­um sem bjargráðum við efna­hags­vanda,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í ræðu sinni á lands­fundi flokks­ins í Vals­heim­il­inu að Hlíðar­enda nú síðdeg­is í dag.

„Við finn­um öll létt­inn nú þegar Ices­a­ve-málið er að baki. Skömm okk­ar yfir því máli og ótti okk­ar yfir mála­lykt­um hafði þrúg­andi áhrif á allt sam­fé­lagið allt frá hruni,“ sagði Árni Páll.

Vilja verða full­gild­ir aðilar að ESB

„Hrunið og Ices­a­ve-málið staðfesta mik­il­vægi þess að við skil­grein­um rétt hags­muni Íslands og berj­umst fyr­ir þeim á evr­ópsk­um vett­vangi. Við vilj­um ekki verða aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu til að sitja þar á for­send­um annarra. Við vilj­um verða full­gild­ir aðilar því við trú­um því að ís­lensk­um hags­mun­um sé best gætt með því að við séum við borðið þegar ráðum er ráðið,“ sagði Árni Páll.

Hann sagði rétt­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar haustið 2008 til að hlífa al­menn­ingi við því tjóni sem hefði getað orðið við banka­hrunið.

„Flest bend­ir til að það verði okk­ur hent­ugt að vera aðilar að nýju banka­sam­bandi sem fel­ur í sér sam­eig­in­leg­an gjald­miðil, inn­stæðutrygg­inga­kerfi þvert á landa­mæri og sam­eig­in­leg­an lán­veit­anda til þrauta­vara. En hætt­an er sú að áfram­hald­andi vera okk­ar í EES leiði til þess að við tök­um búta og búta hins nýja reglu­verks upp, án þess að fá aðild að stofn­un­um sem ákv­arðan­irn­ar taka og séum þá í þeirri stöðu að hafa af­salað okk­ur full­veldi okk­ar til að grípa aft­ur til hliðstæðra ákv­arðana og nýtt­ust okk­ur svo vel í hrun­inu, ef hliðstæðar aðstæður rísa á nýj­an leik,“ sagði Árni Páll.

„Saga krónu saga skipu­legs arðráns“

Árni Páll ræddi ís­lensku krón­una og sagði: „Ég hef ekki þreyst á að minna á að saga ís­lenskr­ar krónu er saga skipu­legs arðráns á ís­lensku launa­fólki. Árið 1901 fagnaði verka­fólk því að fá laun í gjald­geng­um gjald­miðli og naut þess ávinn­ings í 19 ár, þar til að krón­an var af­tengd gull­fæt­in­um og hinni dönsku krónu. Í þessi 19 ár naut ís­lenskt launa­fólk semsagt geng­is­tryggðra launa – ég end­ur­tek geng­is­tryggðra launa!! Hver myndi ekki þiggja þau kjör í dag?“

„Rót­ar­meinið er gjald­miðil­inn“

„Þrátt fyr­ir bar­áttu okk­ar og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar í 100 ár höf­um við ekki náð sama pen­inga­lega ör­yggi og ís­lenskt launa­fólk bjó við fyr­ir 100 árum! Ég hef líka minnt á það rót­ar­mein sem gjald­miðill­inn er og hvernig úr­lausn allra okk­ar þjóðþrifa­mála – skulda­vand­ans, ein­hæfni í at­vinnu­hátt­um, veikr­ar stöðu lands­byggðar og lít­ill­ar fjár­fest­ing­ar – hang­ir á því að við losn­um við skaðleg áhrif þessa meins,“ sagði Árni Páll einnig um ís­lensku krón­una.

Ekki í ESB til að fórna hags­mun­um þjóðar

„Við vilj­um nefni­lega ekki verða aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu til að fórna hags­mun­um þjóðar­inn­ar og við vilj­um ekki taka upp evr­ópsk­ar regl­ur, ef þær henta ekki ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um. En í evr­ópsku sam­starfi fel­ast tæki­færi til sam­fé­lags­breyt­inga sem við jafnaðar­menn skuld­um ís­lenskri þjóð. Við verðum að fá laun í sama gjald­miðli og við skuld­um í, eins og fólk naut fyr­ir rétt­um 100 árum hér á landi,“ sagði Árni Páll.

„Nú er deigla á nýj­an leik í Evr­ópu“

„EES varð til vegna hrika­legra fleka­skila í alþjóðamál­um – hruns járntjalds­ins – sem við nýtt­um okk­ur. Nú er deigla á nýj­an leik í Evr­ópu. Ices­a­ve-málið mun hafa áhrif á varn­ar­viðbúnað Evr­ópu­ríkja. Við eig­um að læra af þeim veik­leik­um sem komu í ljós í hrun­inu og taka okk­ur stöðu í þess­ari deiglu til að verja ís­lenskt launa­fólk fyr­ir skaðleg­um áhrif­um lít­ils gjald­miðils í ólgu­sjó frjálsra fjár­magns­flutn­inga,“ sagði Árni Páll.

Kyrrstaða er ekki val­kost­ur

„Ef við þróum ekki áfram vel­ferðar­kerfi til að tak­ast á við nýj­ar kröf­ur um góða þjón­ustu og mæt­um vænt­ing­um fólks um vald yfir eig­in lífi eykst fylgi við tvö­falt vel­ferðar­kerfi og for­gang þeirra sem meira hafa milli hand­anna og gæði hins op­in­bera kerf­is rýrna. Ef við mæt­um ekki nýj­um hætt­um í efna­hags­um­gjörðinni get­um við gert okk­ur ber­skjölduð fyr­ir öðru hruni og flæmt vaxt­ar­brodda úr landi. [...] Okk­ar bíður ný sókn, því kyrrstaða er ekki val­kost­ur,“ sagði Árni Páll.

Árni Páll gerði kosn­ing­arn­ar í vor að um­tals­efni og sagði: „Í vor verður kosið um þessa mynd – sem kannski má ein­falda með fjór­um orðum: Lífs­kjör, leik­regl­ur, tæki­færi og lífs­gleði. Við verðum með verk­um okk­ar að gera fólki fært að búa hér við sam­keppn­is­hæf lífs­kjör, skýr­ar leik­regl­ur og tæki­færi til að móta eig­in líf.“

„Verðum að hafa trú á framtíð lands­ins“

„Við verðum að hafa trú á framtíð í þessu landi og metnað fyr­ir hönd þeirra sem hér eiga að taka við eft­ir að við verðum öll horf­in af sviðinu – nema kannski Jó­hanna. Verk okk­ar næstu miss­er­in verða að styðja við framtíð þeirra og gera þeim kleift að finna kröft­um sín­um viðnám, draum­um sín­um stað og sköp­un­ar­gleði sinni far­veg,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar í dag.

Árni Páll segir tækifæri felast í Evrópusambandsaðild.
Árni Páll seg­ir tæki­færi fel­ast í Evr­ópu­sam­bandsaðild. mbl.is/​Krist­inn
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Margrét K. Sverrisdóttir, formaður …
Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Mar­grét K. Sverr­is­dótt­ir, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka