Örlygur Smári segir mu!

Örlygur Smári er hér fyrir miðju ásamt Pétri Erni Guðmundssyni …
Örlygur Smári er hér fyrir miðju ásamt Pétri Erni Guðmundssyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Eggert Jóhannesson

„Ég hlæ nú bara að því að ein­hverj­um myndi detta í hug að stela þessu lagi. Fyr­ir utan það er lagið ekki einu sinni líkt okk­ar, fyr­ir utan það að í viðlag­inu eru þrjú at­kvæði. Ég segi bara mu við þessu,“ seg­ir Örlyg­ur Smári laga­höf­und­ur lags­ins Ég á Líf sem verður fram­lag Íslands í Eurovisi­on árið 2013.

Net­verj­ar hafa marg­ir ásakað höf­unda lags­ins um lagastuld en að sumra mati má heyra lík­indi með er­lendu lagi sem heit­ir I´m a cow í flutn­ingi kanadískr­ar grín­hljóm­sveit­ar sem nefn­ist Arrog­ant Worms.

„Þetta kem­ur alltaf upp og maður er nú ekki að heyra um svona í fyrsta skipti. Ég get alla vega sagt að ef maður ætlaði að stela ein­hverju lagi þá væri það lík­lega ekki þetta lag,“ seg­ir Örlyg­ur Smári og hlær við.

Örlyg­ur Smári samdi lagið, Pét­ur Örn Guðmunds­son texta og Eyþór Ingi Gunn­laugs­son söng. „Við erum í skýj­un­um. Okk­ur langaði að gera fal­legt og flott lag með ótrú­lega góðum söngv­ara. Það gaf okk­ur mikla gleði að sjá viðbrögðin sem lagið fékk og það verður frá­bært að fara með lagið út fyr­ir Íslands hönd,“ seg­ir Örlyg­ur Smári. 

Nú tek­ur við vinna að loka­út­gáfu lags­ins sem þarf að vera til­búið um miðjan mars. Ensk­ur texti ligg­ur ekki fyr­ir. „Við þorum í það minnsta ekki að hafa það I´m a cow. Því það væri stuld­ur,“ seg­ir Örlyg­ur Smári og hlær við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert