Sérstakur saksóknari í NY times

Ólafur Þór Hauksson er í embætti sérstaks saksóknara. Var hann …
Ólafur Þór Hauksson er í embætti sérstaks saksóknara. Var hann viðmælandi New York times í umfjöllun um embættið. Ómar Óskarsson

New York Times fjallar um embætti sérstaks saksóknara í vefútgáfu blaðsins. Í viðtali við Ólaf Hauksson sérstakan saksóknara er eftir honum haft að 120 manneskjur séu til rannsóknar í 100 málum.

Segir Ólafur mikilvægt að fara eftir lögum og að þrátt fyrir mikla heift margra í garð bankamanna sé hefnd ekki það sem menn hafi að leiðarljósi þegar rannsókn fari fram í sakamálum.

Er sagt frá því að fáir bankamenn hafi verið sakfelldir eftir bankahrunið og margir séu vonsviknir með hvernig til hafi tekist. Segir Ólafur það vegna þess hve sönnunarbyrði sé erfið og að erfitt sé að sanna ásetning meintra brotamanna í málum bankamanna.

Jafnframt er talað við Hörð Torfason tónskáld og Þórarinn Einarsson sem sagður er vinstri sinnaður aðgerðarsinni. Segja þeir frá því að sumir séu orðnir þreyttir á seinagangi í rannsóknum mála og að margir vilji sjá fleiri sakfellingar.

Einnig er rætt við Þorvald Sigurjónsson fyrrum yfirmann hjá Kaupþingi sem segir frá því hatri sem ríkir í garð bankamanna á Íslandi.

Umfjöllunina má nálgast hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert