Vill frið á þjóðarheimilinu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Árni Páll Árnason hefur nú stigið í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar þar sem hann heldur ræðu.

Árni Páll ræðir þar um frið á þjóðarheimilinu, um virðingu fyrir almannafé, um nýja sýn á samspil fulltrúalýðræðis og þjóðaratkvæðis. Um skuldavanda heimilanna, um þjóðarsátt um efnahagslegan stöðugleika.

Hann gerir hrunið og Icesave-málið að umræðuefni og segir að Samfylkingin vilji ekki að Ísland verði fullgildur aðili að Evrópusambandinu á forsendum annarra heldur vegna trúar á að íslenskra hagsmuna sé best gætt með því að þjóðin sé við borðið þegar ráðum sé ráðið.

Árni mun ræða gjaldmiðilsmálin. Hann segir að saga íslensku krónunnar sé saga skipulegs arðráns á íslensku launafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert