Bjarni ákærður fyrir röng skattframtöl

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. Jim Smart

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009. Málið var þingfest fyrir helgi.

Í ákæru segir að með háttsemi sinni hafi Bjarni vanframtalið fjármagnstekjuskattstofn sinn um rúmar 200 milljónir króna, sem honum bar að greiða af 20,5 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt.

Ákæran var gefin út 17. desember síðastliðinn og þingfest fyrir helgi. Sérstakur saksóknari krefst þess að Bjarni verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert