Krafist gæsluvarðahalds yfir piltunum

Lögreglan
Lögreglan Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á Akureyri fer fram á það að tveir ungir menn verði úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar innbrots og líkamsárásar gegn eldri manni á Skagaströnd um helgina. Annar piltanna er barnabarn mannsins, en kæra á hendur honum vegna barnaníðs er nú til skoðunar hjá ríkissaksóknara.

Piltarnir eru 18 og 19 ára gamlir en karlmaðurinn á áttræðisaldri. Þeir brutust inn á heimili hans á Skagaströnd aðfaranótt sunnudags og gengu í skrokk á honum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann tilkynnti sjálfur um árásina.

Í haust lagði barnabarn mannsins fram ákæru á hendur honum vegna gamalla kynferðisbrota. Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn þess máls og sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. 

Pilturinn sem réðst á afa sinn í nótt hefur sjálfur ekki lagt fram kæru á hendur honum að sögn lögreglunnar á Akureyri. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákveður síðar í dag hvort orðið verðið við gæsluvarðhaldskröfu lögreglu.

Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert