Meirihlutinn styður krónuna

mbl.is/Júlíus

Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.

Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram.

Hlutfall þeirra sem vilja halda krónunni hefur hækkað verulega, en 40,5 prósent vildu halda krónunni í febrúar 2011, þegar afstaðan til hennar var könnuð síðast í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enn færri, 38,1 prósent, voru þeirrar skoðunar í apríl 2009, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert