Mikill hiti í hjúkrunarfræðingum

Hjúkrunarfræðingar funda á Landspítalanum á Fossvogi nýverið.
Hjúkrunarfræðingar funda á Landspítalanum á Fossvogi nýverið. Morgunblaðið/Golli

Fundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hófst klukkan 20 á Grand Hótel er afar vel sóttur, og mikill hiti í viðmælendum blaðamanns á staðnum. Búið var að raða upp 470 stólum en dugði það ekki til og kepptust fundargestir við að reyna koma sér fyrir í fundarsalnum. 

Eins og komið hefur fram verður farið yfir endurskoðun stofnanasamnings á Landspítalanum, en samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa 280 hjúkrunarfræðingar í tæplega 214 stöðugildum sagt upp störfum. 

Þá er fyrirhugað að efna til ráðgefandi skoðanakönnunar um tilboð frá Landspítala. Óvíst er þó hvort niðurstöður úr könnuninni liggi fyrir í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert