Mikill hiti í hjúkrunarfræðingum

Hjúkrunarfræðingar funda á Landspítalanum á Fossvogi nýverið.
Hjúkrunarfræðingar funda á Landspítalanum á Fossvogi nýverið. Morgunblaðið/Golli

Fund­ur Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga sem hófst klukk­an 20 á Grand Hót­el er afar vel sótt­ur, og mik­ill hiti í viðmæl­end­um blaðamanns á staðnum. Búið var að raða upp 470 stól­um en dugði það ekki til og keppt­ust fund­ar­gest­ir við að reyna koma sér fyr­ir í fund­ar­saln­um. 

Eins og komið hef­ur fram verður farið yfir end­ur­skoðun stofn­ana­samn­ings á Land­spít­al­an­um, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um hafa 280 hjúkr­un­ar­fræðing­ar í tæp­lega 214 stöðugild­um sagt upp störf­um. 

Þá er fyr­ir­hugað að efna til ráðgef­andi skoðana­könn­un­ar um til­boð frá Land­spít­ala. Óvíst er þó hvort niður­stöður úr könn­un­inni liggi fyr­ir í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka