„Nauðgun er ekki kynlíf“

Hildur Hjörvar formaður Hallveigar – Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Hildur Hjörvar formaður Hallveigar – Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

„Þetta skýt­ur skökku við þá staðreynd að kyn­ferðis­brot eru of­beld­is­brot. Nauðgun er ekki kyn­líf, þar af leiðandi skipt­ir ekki máli hvort nauðgarinn ætli sér kyn­ferðis­lega full­nægju af verknaðinum eða ekki.“ Þetta seg­ir í álykt­un ungra jafnaðarmanna í Reykja­vík um niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í ný­legu máli.

Hall­veig – Ung­ir jafnaðar­menn í Reykja­vík segj­ast í álykt­un­inni harma niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í máli ákæru­valds­ins gegn Elíasi Valdi­mari Jóns­syni, þar sem meiri­hluti dóm­ara komst að þeirri niður­stöðu að hátt­semi hans væri ekki nauðgun í skiln­ingi lag­anna, held­ur lík­ams­árás.

„Elías Valdi­mar gerðist sek­ur um að þvinga fing­ur sína inn í leggöng og endaþarm brotaþola og klemma þá sam­an. Þrátt fyr­ir að aug­ljós­lega sé um að ræða gróft brot gegn kyn­frelsi brotaþola, ekki síður til þess fallið að niður­lægja hana en að valda henni lík­am­leg­um sárs­auka, taldi fjög­urra dóm­ara meiri­hluti ekki að um væri að ræða nauðgun þar sem ætl­un Elías­ar hefði ekki verið sú að fá sjálf­ur kyn­ferðis­lega út­rás.“ 

Stórt skref aft­urá­bak

Ung­ir jafnaðar­menn í Reykja­vík segja niður­stöðuna leiða af sér að skipu­lagðar nauðgan­ir í stríði séu þá ekki nauðgan­ir. „Upp­lif­un brotaþola skipt­ir ekki máli – held­ur ætl­un ger­and­ans. Þetta skýt­ur skökku við þá staðreynd að kyn­ferðis­brot eru of­beld­is­brot. [...] Ef ein­stak­ling­ur brýt­ur gegn kyn­frelsi ann­ars ein­stak­lings er um að ræða kyn­ferðisof­beldi. Inn­brot verður ekki minna inn­brot eft­ir því hvort inn­brotsþjóf­ur­inn ætl­ar sér að auðgast sjálf­ur eða ná sér niður á eig­anda húss­ins.“

Þá seg­ir að niðurstaðan sé stórt skref aft­urá­bak í bar­áttu fyr­ir viður­kenn­ingu á kyn­ferðis­brot­um sem of­beld­is­brot­um sem gerend­ur bera sök­ina og skömm­ina á, ekki þolend­ur. „Um leið hef­ur Hæstirétt­ur gert lítið úr þján­ing­um brotaþola. Hall­veig ef­ast ekki um að þeir Markús Sig­ur­björns­son, Árni Kol­beins­son, Gunn­laug­ur Claessen og Ólaf­ur Börk­ur Þor­valds­son [hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar] hefðu upp­lifað brotið gegn kyn­frelsi sínu, hefðu þeir lent í svipuðum aðstæðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert