Óskar eftir greinargerð

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Golli

Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, óskaði í nýliðinni viku eft­ir grein­ar­gerðum frá inn­an­rík­is­ráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti um mál banda­rískra lög­reglu­manna frá FBI. Þeir komu hingað til lands í ág­úst 2011.

Inn­an­rík­is­ráðherra kom í veg fyr­ir sam­starf Íslend­inga við þá. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kveðst Árni Þór von­ast eft­ir svari áður en langt um liði. Þá gæti verið til­efni til að taka málið upp í nefnd­inni.

„Ég skrifaði bæði ut­an­rík­is­ráðherra og inn­an­rík­is­ráðherra bréf og óskaði eft­ir skrif­legri grein­ar­gerð frá þeim til nefnd­ar­inn­ar um þá þætti máls­ins sem lúta að sam­skipt­un­um við Banda­rík­in í þessu efni. Ég vona að svarið komi fljót­lega og þá mun­um við taka það til um­fjöll­un­ar í nefnd­inni,“ sagði Árni Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert