„Skúrað út úr“ Hæstarétti

All­ir þeir sem uppþvotta­hanska geta valdið voru hvatt­ir til að taka til hend­inni við Hæsta­rétt í morg­un, þar sem efnt var til morg­un­mót­mæla vegna dóms sem þar féll á föstu­dag. „Vernd­ar of­beld­is­menn,“ var krotað á vegg dóms­húss­ins í nótt.

Í fund­ar­boðinu á face­book seg­ir m.a. hóp­ur­inn ætli sér að „skúra út úr Hæsta­rétti“ þá vit­leysu sem átti sér stað í ný­legu dóms­máli (nr. 521/​2012) í grófu of­beld­is­broti sem fjór­ir hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar komust að þeirri niður­stöðu um að teld­ist ekki kyn­ferðis­brot.

„Kyn­ferðis­brot eru hluti af stærra sam­fé­lags­vanda­máli sem spretti úr okk­ar jarðvegi [...] „Vand­inn ligg­ur ekki hjá ein­stök­um of­beld­is­mönn­um held­ur í of­beld­is­menn­ingu sem við þurf­um að viður­kenna og fást við [...] Hérna er það Hæstirétt­ur sem er að bregðast fórn­ar­lambi kyn­ferðisof­beld­is og er með dómi sín­um að setja vafa­samt for­dæmi; það að of­beldi sem ekki full­næg­ir ger­and­an­um sé ekki talið kyn­ferðisof­beldi, þó það brjóti á kyn­frelsi fórn­ar­lambs­ins.“

Hóp­ur mót­mæl­enda var mætt­ur við Hæsta­rétt um klukk­an 8 í morg­un og fram­kvæmdi þar tákn­ræn­an gjörn­ing með skúr­inga­hanska, föt­ur og kústa á lofti. Lög­regl­an fylgd­ist með mót­mæl­un­um en hafði ekki af­skipti af þeim. Krotað hef­ur verið á vegg dóms­húss­ins, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is hafði það þegar verið gert þegar fyrstu mót­mæl­end­urn­ar bar að garði í morg­un.

Borg­ara­leg rétt­indi til kyn­frels­is

Pírat­ar sendu í nótt frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem niðurstaða Hæsta­rétt­ar í mál­inu er for­dæmd. Pírat­ar eru sam­mála séráliti Ingi­bjarg­ar Bene­dikts­dótt­ur sem ein hæsta­rétt­ar­dóm­ara tel­ur um kyn­ferðis­brot að ræða. 

„Við ótt­umst að dóm­ur­inn geti haft for­dæm­is­gef­andi gildi í kyn­ferðis­brota­mál­um, þar sem ein­blínt er á ætlaðan til­gang ger­and­ans frem­ur en þau brot á rétt­ind­um þoland­ans sem um ræðir,“ er haft eft­ir Helga Hrafni Gunn­ars­syni, meðlimi í Pír­öt­um. „Dóm­ur­inn sýn­ir fram á stöðnun eða jafn­vel aft­ur­för í dóms­kerf­inu gagn­vart kyn­ferðis­brot­um og sýn­ir svo ekki verði um villst að kom­inn sé tími til laga­setn­ing­ar um kyn­frelsi sem sér­staka teg­und borg­ara­rétt­inda."

Þá vilja Pírat­ar að gerð sé ít­ar­leg hlut­laus rann­sókn á þeim dóm­um sem kveðnir hafa verið upp í kyn­ferðis­brota­mál­um und­an­far­inn ára­tug, með það fyr­ir aug­um að kanna hvort dómtúlk­an­ir séu í ósam­ræmi við gild­andi lög, eða hvort lög­in sjálf séu al­mennt það óljós að jafn­vel dóm­ar­ar eigi erfitt með að skilja til­gang þeirra.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert