Þegar greitt það sem var vanframtalið

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis.
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. mbl.is/Brynjar Gauti

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, segir engan ágreining uppi um að mistök hafi verið gerð við skattframtalsgerð sína. Hann hafi hins vegar þegar greitt það sem var vanframtalið með tilheyrandi álagi skattayfirvalda. Því hafi ákæran komið honum verulega á óvart.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag hefur sérstakur saksóknari ákært Bjarna fyrir 

fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009. Málið var þingfest fyrir helgi. Í ákæru segir að með háttsemi sinni hafi Bjarni vanframtalið fjármagnstekjuskattstofn sinn um rúmar 200 milljónir króna, sem honum bar að greiða af 20,5 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt.

Í yfirlýsingu til mbl.is segir Bjarni að meira en 90% af þeim skattstofni sem var vanframtalinn tengist viðskiptum milli félaga í hans eigu sem síðar voru sameinuð í eitt félag. „Enginn ágreiningur er um að gerð voru mistök í skattframtalsgerðinni og hef ég þegar greitt það sem var vanframtalið með tilheyrandi álagi skattyfirvalda. Það kom mér verulega á óvart að málið færi í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara, bæði vegna þess að ég leiðrétti mistökin sem voru gerð og gerði upp skattskuldina með viðeigandi álagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert