Víða hálka og þæfingsfærð

Þæfingsfærð.
Þæfingsfærð. mbl.is/Kristinn

Hálka er nú á Sandskeiði, Hellisheiði, í Þrengslum og víða á Suðurlandi. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þæfingsfærð er á vesturhluta Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegi og eins á Mosfellsheiði, samkvæmt Vegagerðinni.

Það snjóar á Vesturlandi og Vestfjörðum og þar er víðast hvar snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er þá á Fróðárheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði en alls staðar er verið að hreinsa vegi.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi, og ofankoma. Flughált í Langadal en þar er verið að sanda.

Þæfingsfærð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, og eins á Vopnafjarðarheiði, en snjóþekja eða hálka á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Hreinsun stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert