Vísar öllum tengslum á bug

Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður Wikileaks hér á landi.
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður Wikileaks hér á landi. AFP

„Mér þætti fróðlegt að vita hvað hafi komið út úr þess­ari rann­sókn og ef ekk­ert hef­ur komið út úr henni hvað hún segi til um upp­haf­legt til­efni þessa fjaðrafoks,“ sagði Krist­inn Hrafns­son, talsmaður Wiki­Leaks hér á landi, varðandi rann­sókn banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI hér á landi árið 2011 vegna meintra tengsla Wiki­Leaks við tölvu­árás­ir á stjórn­ar­ráðið.

„Svo mættu menn hafa það í huga hvaða til­gangi það ætti yfir höfuð að þjóna að gera tölvu­árás á tölvu­kerfi stjórn­ar­ráðsins og hvaða alþjóðlegu hags­mun­ir þar væru í húfi - ég bara spyr,“ sagði Krist­inn.

Vís­ar á bug tengsl­um við alþjóðlega tölvu­hakk­ara

Hann vís­ar því al­farið á bug að ein­hver tengsl kunni að vera á milli sam­tak­anna og alþjóðlegra sam­taka tölvu­hakk­ara og einni að Wiki­leaks hafi haft í hyggju að hakka sig inn í tölvu­kerfi stjórn­ar­ráðsins.

Í sam­an­tekt rík­is­lög­reglu­stjóra og rík­is­sak­sókn­ara um mál frá ár­inu 2011 þar sem banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI sendi full­trúa hingað til lands til að yf­ir­heyra og rann­saka tengsl sam­tak­anna við mál tengt stjórn­ar­ráðinu kom fram að ennþá væri til rann­sókn­ar hér­lend­is þar sem grun­ur væri um al­var­leg brot sem beind­ust gegn ís­lenska rík­inu og vís­bend­ing­ar væru um að Íslend­ing­ur og er­lend­ir aðilar með tengsl við Wiki­Leaks-sam­tök­in ættu þar hlut að máli.

Krist­inn seg­ir Wiki­Leaks vera sam­tök sem birti upp­lýs­ing­ar sem þau fái í hend­ur gegn­um nafn­lausa aðila, en ekki með þeim hætti sem lýst sé í frétt­inni.

Voru í tæpa viku án form­legra tengsla við yf­ir­völd

Krist­inn seg­ir það vekja mikla at­hygli að í tæpa viku eft­ir að form­legri rann­sókn ís­lenskra lög­reglu­manna hafi lokið 2011 hafi FBI haldið áfram rann­sókn­ar­störf­um hér með vitn­eskju og samþykki hér­lendra stjórn­valda.

„Mér finnst það grafal­var­leg­ur hlut­ur. Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur látið hafa eft­ir sér í inn­lend­um og er­lend­um fjöl­miðlum að hann hafi litið svo á að það sam­rýmd­ist ekki hug­mynd­um um Ísland sem sjálf­stætt ríki að þess­ir menn væru hér að valsa um í rann­sókn­ar­er­ind­um,“ seg­ir Krist­inn.

„Þeir hins­veg­ar halda því áfram eft­ir að búið er að slíta sam­skipti og aðkomu inn­lendra lög­gæsluaðila í að minnsta kosti heila fimm daga á eft­ir en þó með fullri vitn­eskju og vit­und þess­ara aðila. Mér finnst það grafal­var­legt mál og meg­in punkt­ur­inn í þessu sem þarna kem­ur fram,“ seg­ir hann.

Seg­ir tölvu­ör­ygg­is­mál rík­is­ins í lamasessi

„Ég bara bendi á fá­rán­leika máls­ins í heild­ar­sam­hengi því að sjálf­ur lýsti ég því yfir op­in­ber­lega í fyrra að ís­lenska ríkið, í umræðuþætti eða umræðuum­fjöll­un um tölvu­ör­ygg­is­mál, að það væri al­menn vitn­eskja inn­lendra aðila sem og er­lendra sér­fræðinga sem hafa bent á það hér á ráðstefn­um að tölvu­ör­ygg­is­mál ís­lenska rík­is­ins væru í lamasessi og þau bæri að bæta. Ég var að hvetja til þess að gerðar yrðu úr­bæt­ur á því sviði,“ sagði Krist­inn og bæt­ir við: „Menn geta svo rétt reynt að gera sér í hug­ar­lund hvernig það rím­ar sam­an við þessa ein­kenni­legu teng­ingu sem þarna er verið að ýja að í þess­ari yf­ir­lýs­ingu.“

Spurður að því hvort hann viti til hvaða ein­stak­linga sé verið vísa í sam­an­tekt­inni seg­ir hann: „Það er verið að vísa þarna til ein­hverra alþjóðlegra sam­taka tölvu­hakk­ara. Ég bara vísa því á bug að við séum tengd­ir við ein­hver alþjóðleg sam­tök tölvu­hakk­ara.“

Stjórnarráð Íslands.
Stjórn­ar­ráð Íslands. mbl.is/​Hjört­ur
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­leaks. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert