Lilja Mósesdóttir íhugar gjaldþrot

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Alþingismaðurinn Lilja Mósesdóttir segist í viðtali við breska blaðið Financial Times vera að íhuga að fara í gjaldþrot. Það sé vegna þess að íbúðalán og námslán sem hún er með hafi hækkað gríðarlega og í dag séu námslánin á pari við íbúðalán hennar.

„Ég hef komist af síðustu fjögur ár. Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að lýsa yfir gjaldþroti á næsta ári. Ég þekki mikið af fólki í sömu stöðu og ég,“ er haft eftir henni í blaðinu, en hún segist aðeins sjá fátækt framundan þegar hún fari á eftirlaun með þessu áframhaldi.

Sagt er frá því að maðurinn hennar hafi flutt til Noregs þar sem hann þéni nú tvöföld laun á við það sem hann hafði á Íslandi, en að staða Lilju sé nokkuð verri.

Í greininni er rætt við sjö einstaklinga frá Íslandi, en meðal þeirra eru Steingrímur J. Sigfússon, Einar Már Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson.

Greinina má lesa í heild hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert