Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ómar Óskarsson

Mikill viðsnúningur varð á magni umferðar á höfuðborgarsvæðinu í janúar miðað við sama mánuð undanfarin ár. Haldist einkenni umferðarinnar milli mánaða svipuð og verið hefur þá má búast við talsverðri aukningu á akstri innan höfuðborgarsvæðisins nú í ár.

Á milli ára varð 6,4 prósenta aukning á akstri, yfir þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mesta aukning milli janúarmánaða síðan árið 2008 þegar umferðin var hvað mest innan höfuðborgarsvæðisins.

Mest eykst umferðin um Vesturlandsveg eða um heil níu prósent, frá sama mánuði 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert