Í drögum að ályktun sem lögð verður fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um næstu helgi segir að flokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins.
Farsælast sé að hætta yfirstandandandi aðildarviðræðum og hefja þær ekki að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í ályktunardrögum segir einnig að fyrirséð sé að íslenska krónan verði gjaldmiðill landsins í nálægri framtíð og því sé brýnt að efla umgjörð hennar. Ennfremur er lagt til í ályktun um neytendavernd að verðtrygging neytendalána verði afnumin.
Framsóknarmenn segja mikla stemmningu innan flokksins fyrir flokksþingið.