„Hvað hafa þær að fela?“

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

 Snorri Már Skúla­son, deild­ar­stjóri upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­mála hjá ASÍ, spyr í pistli á vef ASÍ hvað versl­an­ir sem hafa hætt þátt­töku í verðkönn­un­um ASÍ hafi að fela.

„Versl­an­ir Hag­kaups, Kosts, Nóa­túns og Víðis neita all­ar að veita neyt­end­um eðli­leg­ar og sjálf­sagðar upp­lýs­ing­ar um verðlag í versl­un­um sín­um með því að vísa verðtöku­fólki frá Verðlags­eft­ir­liti ASÍ út úr versl­un­un­um sín­um. Ástæða er til þess að vara neyt­end­ur við að versla í þess­um versl­un­um því ætla má að þær leiti skjóls til verðhækk­ana í því að úti­loka full­trúa neyt­enda úr versl­un­um sín­um og gera þeim ókleift að sinna sjálf­sögðu aðhalds- og upp­lýs­inga­hlut­verki sínu.

Verðlags­eft­ir­litið gegn­ir nú mik­il­vægu hlut­verki við eft­ir­fylgni með sam­komu­lagi sem ASÍ og SA und­ir­rituðu við fram­leng­ingu kjara­samn­inga hinn 21. janú­ar sl. Þar voru aðilar sam­mála um að beita sér fyr­ir aðgerðum til lækk­un­ar verðlags, m.a. með auknu aðhaldi að verðhækk­un­um.

Launa­fólki eru með þessu send­ar kald­ar kveðjur og ljóst að þess­ir aðilar ætla ekki að sýna sam­stöðu í því að halda hér verðbólgu í skefj­um á kom­andi mánuðum,“ seg­ir í pistli á vef ASÍ.

Álykt­un miðstjórn­ar ASÍ:

„Miðstjórn ASÍ lýs­ir von­brigðum með að versl­an­ir Hag­kaups, Nóa­túns, Kosts og Víðis neiti verðlags­eft­ir­liti ASÍ að skrá vöru­verð í versl­un­um sín­um. Hvað hafa þær að fela?

Verðlags­eft­ir­lit ASÍ hef­ur um ára­bil unnið að því að auka upp­lýs­inga­streymi til neyt­enda og efla þannig neyt­enda­vit­und um leið fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um hef­ur verið veitt aðhald.

Með því að vísa verðlags­eft­ir­liti ASÍ á dyr eru Hag­kaup, Nóa­tún, Kost­ur og Víðir að senda launa­fólki kald­ar kveðjur og ljóst að þess­ar versl­an­ir ætla ekki að sýna sam­stöðu í því að halda verðbólgu í skefj­um á næstu mánuðum. Miðstjórn ASÍ hvet­ur launa­fólk til að sýna aðhald sitt í verki með því að hætta að versla við aðila sem ekki treysta sér til að upp­lýsa um verðlag í sín­um versl­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert