Síldin var í toppstandi til vinnslu

Síldin er í bunkum á fjörum Kolgrafafjarðar.
Síldin er í bunkum á fjörum Kolgrafafjarðar. Ragnar Axelsson

„Síld­in var í topp­st­andi þegar hún kom í hús þannig að við ætl­um að taka á móti síld á miðviku­dag, fimmtu­dag og föstu­dag,“ sagði Guðlaug Birna Ara­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Skinn­fisks í Sand­gerði. Skinn­fisk­ur vinn­ur síld­ina í minka­fóður.

Börn og ung­ling­ar úr Grund­arf­irði tíndu um 25-30 tonn af síld úr fjör­unni í Kolgrafaf­irði á tveim­ur klukku­stund­um í gær­morg­un, að sögn Gunn­ars Kristjáns­son­ar, frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins.

Skinn­fisk­ur greiðir fyr­ir síld­ina og verður pen­ing­un­um sem ung­menn­in safna varið til fé­lags­starfa. Nefnt hef­ur verið að átta krón­ur hafi verið borgaðar fyr­ir hvert kíló, en sú upp­hæð fékkst ekki staðfest í gær.

Gunn­ar sagði að alltaf væru ein­hverj­ir í fjör­unni að ná sér í síld, smá­báta­sjó­menn að ná sér í beitu, bænd­ur úr ná­grenn­inu og eins úr Bisk­upstung­um að sækja síld í fóður­bæti. Þá hafa bænd­ur úr Eyjaf­irði sýnt áhuga á að nota síld­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert