SUS vill halda í forsetann

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum. mbl.is/Sigurgeir

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna er ekki leng­ur þeirr­ar skoðunar að leggja eigi niður embætti for­seta Íslands. „Reynsl­an af Ices­a­ve II og III sýn­ir hins­veg­ar að nauðsyn­legt er að embættið sé áfram til í nú­ver­andi mynd svo það geti áfram virkað sem varnagli á stjórn­mála­menn sem fara út af spor­inu,“ seg­ir í álykt­un sem SUS hef­ur sent frá sér.

Þá hvet­ur SUS lands­menn til að draga lær­dóm af Ices­a­ve-mál­inu. Í álykt­un­inni seg­ir að ung­ir sjálf­stæðis­menn fagni því að mál­inu sé lokið og að ís­lensk­ir skatt­greiðend­ur þurfi ekki að greiða fyr­ir mis­heppnuð viðskipti banka­manna. Ung­ir sjálf­stæðis­menn hafi alltaf verið á móti því að samið yrði í mál­inu.

„Það er full ástæða til að átelja þá sem höfðu uppi stór­yrði um að Ísland væri á von­ar­völ ef ekki yrði samið. Það sannaðist dag­ana eft­ir að seinni samn­ingn­um var hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og nú enda­lega eft­ir dóm EFTA-dóm­stóls­ins, að það svarta­galls­raus var rangt. Þar fóru fremst­ir í flokki for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar og mál­píp­ur henn­ar úr Há­skóla Íslands. HÍ ætti að skoða það hvort ekki sé ástæða til að kanna stöðu þeirra manna sem gengu fram með slík­um hætti og tóku þátt í að blekkja þjóðina í póli­tísk­um til­gangi.

Þá er al­var­legt að rík­is­stjórn, sem var sett sam­an und­ir merkj­um lýðræðis og opn­ara og gagn­særra sam­fé­lags, hafi í upp­hafi reynt að halda samn­ing­un­um leynd­um fyr­ir þingi og þjóð og svo fellt til­lögu þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins um að Ices­a­ve III yrði bor­inn und­ir þjóðina,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Loks seg­ir að til framtíðar megi draga eft­ir­far­andi lær­dóm af mál­inu:

  1. „Það hvet­ur til óá­byrgr­ar hegðunar og skap­ar mikla hættu fyr­ir skatt­greiðend­ur að ríkið eða sjóðir á veg­um rík­is­ins standi í ábyrgð fyr­ir skuld­um fyr­ir­tækja. Af­nema á ábyrgð á inn­stæðum og ríki og sveit­ar­fé­lög eiga að selja sig út úr skuld­sett­um fyr­ir­tækja­rekstri, svo sem orku­fyr­ir­tækj­um, þar sem skatt­borg­ar­ar eru í ábyrgð fyr­ir öll­um skuld­un­um.
  2. Það var áður stefna ungra sjálf­stæðismanna að leggja ætti niður embætti for­seta Íslands. Reynsl­an af Ices­a­ve II og III sýn­ir hins­veg­ar að nauðsyn­legt er að embættið sé áfram til í nú­ver­andi mynd svo það geti áfram virkað sem varnagli á stjórn­mála­menn sem fara út af spor­inu.“
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert