Húsnæðislánin í annan farveg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti í dag hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd en kerfinu þar var komið á fyrir um 200 árum. Að sögn Gylfa myndu sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól hverfa og áhættu af lántökunni yrði deilt með sanngjarnari hætti en nú er gert.

Danskir sérfræðingar komu hingað til lands til að kynna forystumönnum ASÍ kerfið en Gylfi vonast til að tillögur ASÍ geti verið innlegg í umræðuna um breytingar á húsnæðislánakerfinu og munu hugmyndirnar verða kynntar fyrir stjórnvöldum og stjórnmálaflokkunum. 

Hér er hægt að kynna sér tillögur ASÍ nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert