Gert að sæta gæsluvarðhaldi í tvær vikur

Frá brunavettvangi við gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ.
Frá brunavettvangi við gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ. mbl.is/Einar Hafsteinn Árnason

Afganskur hælisleitandi sem hefur játað hafa kveikt í herbergi sínu á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ á mánudag var á þriðjudag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglan mun óska eftir því að maðurinn verði látinn sæta geðrannsókn. Þrátt fyrir að maðurinn hafi játað að hafa kveikt í þá hefur hann ekki upplýst um það hvers vegna hann kveikti í.

Einn gestur á gistiheimilinu var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar eftir brunann.

Grunaður um íkveikju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka