Ríkisstjórnin stefnir að því að koma innanlandsfluginu á kné!,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar og mótmælta harðlega hækkunum gjalda á innanlandsflug. „Það þýðir lítið að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll ef enginn verður notandinn eftir nokkur ár.“
Samtökin benda á að frá fyrsta apríl á þessu ári hækka farþegagjöld á Reykjavíkurflugvelli um 40% og um þriðjungshækkun verður á lendingargjöldum. „Þessi gjöld hækkuðu í apríl á síðasta ári yfir 70%. Strax í framhaldi af þessu hækkunum tók farþegum að fækka en þeim var farið að fjölga nokkuð eftir hrun.“
Þá segja samtökin að ljóst sé að almenningssamgöngur í flugi séu látnar gjalda fyrir auknar greiðslur til annarra samgöngumáta. „Milljarðaaukning er sett í strætósamgöngur, aukið fé í ferjur en álögur á flugið þrefaldaðar á örfáum árum. Isavia reiknar með að lágmarki 6% fækkun farþega í innanlandsflugi á þessu ári. Það má því segja að seinni bylgja hrunsins skelli á innanlandsfluginu.“