Sex árekstrar á tíu mínútum

Þrír bílar lentu í árekstri í Lækjargötu í morgun
Þrír bílar lentu í árekstri í Lækjargötu í morgun

Mikil snjókoma í morgun hafði áhrif á umferðina á höfuðborgarsvæðinu en tilkynnt var um sex árekstra á tíu mínútum um níuleytið í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Árekstri voru fjórir þeirra í Breiðholtinu, einn í Hafnarfirði og svo þriggja bíla árekstur í Lækjargötu. Tvær bifreiðar voru óökufærar eftir árekstrana en engin slys urðu á fólki.

Árekstur hvetur ökumenn til að fara varlega í umferðinni en mikil hálka og bleyta er á götum höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert