Tveimur vísað frá hingað til

Blóðlækningadeild Landspítalans var lokað í gær eftir að baktería sem nefnist Enterococcus ræktaðist inni á deildinni. Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir deildarinnar, segist vona að hún verði ekki lokuð lengur en fram á mánudag en tveimur sjúklingum hefur verið vísað frá deildinni vegna þessa.

Hlíf segir bakteríuna ekki vera skaðlega heilbrigðum en hún er ónæm fyrir helstu sýklalyfjum og  ekki er æskilegt að hún breiðist út um spítalann. Þetta er í þriðja skipti sem bakterían greinist á deildinni en hún getur valdið ónæmisbældum einstaklingum, sem þar liggja, skaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert